Um okkur

Við erum tveir bræður frá Selfossi sem sameinuðum krafta okkar til að opna rúmgóða og heillandi básaleigu.
Markmið okkar er að skapa lifandi og aðgengilegan fatamarkað þar sem allir geta tekið þátt – hvort sem þú vilt selja, kaupa eða einfaldlega stuðla að sjálfbærari lífsstíl.

Í versluninni getur þú leigt bás og fengið aðstöðu til að undirbúa og koma fatnaði þínum fyrir á þínum eigin forsendum.
Hvort sem þú vilt losa pláss í fataskápnum eða leita að nýjum gersemum, þá er þetta staðurinn þar sem notuð föt fá nýjan tilgang og nýja sögu.


Staðsetning
Verslunin er staðsett á Hrísmýri 5 við bæjarmörkin á Selfossi – við hringveginn þar sem yfir 10.000 bílar aka framhjá daglega.
Það er gott aðgengi og næg bílastæði beint við verslunina, hvort sem þú ert að koma úr bænum eða á leiðinni framhjá.

Verið hjartanlega velkomin í Venus – Hrísmýri 5.